9.2.2007 | 16:48
5tindar
Másandi og blásandi munum við leggja hvert fjallið á fætur öðru til styrktar Sjónarhóls. Það er víst ekki hægt að bakka útúr þessu núna . Við verðum víst að klára þetta! Fyrst átti þetta bara að vera smá áskorun með konunni minni þar sem við ætluðum að ganga fimm hæstu fjöll í hverjum landshluta á fimm dögum, keyra sjálf og gista í tjaldi. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir og fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri yfirhöfuð hægt og hvernig best væri að standa að þessu tautaði einn af vinnufélögum mínum (sem gengur undir nafninu Kölski) "þetta er nú ekkert mál... þetta geta gamlar kellingar. Ég skal koma með ef við gerum þetta á EINNI HELGI!" Aðra eins vitleysu hef ég aldrei heyrt.....þannig að sjálfsögðu sló ég til! Útkoman er einföld, við fara á hæsta tind í öllum fimm landshlutum á einni helgi. Svona þessi venjulega helgarferð . Þar sem þetta hefur ekki verið gert áður og verður að teljast krefjandi fyrir hvern sem er, hvað þá okkur sem erum að öllu jöfnu óvön fjallgöngu og höfum ekki einu sinni gengið þessi fjöll þegar þetta er skrifað .
Við ákváðum að vekja athygli á uppátækinu og styrkja Sjónarhól með landssöfnum, gera alvöru úr þessu. Landsöfninin verður algerlega aðskild þeim kostnaði sem fer í ferðina sjálfa. Þannig viljum við að allt sem safnast renni óskert til Sjónarhóls. Því höfum við verið að vinna í því síðustu daga og vikur að fá fyrirtæki til að styrkja okkur. Undirtektir hafa verið frábærar og höfum við við þegar fengið styrk frá fjölmörgum fyrirtækjum sem standa þétt við bakið á okkur.
Við sendum oft póst á hin og þessi fyrirtæki og oftar en ekki höfum við fengið svör til baka eitthvað á þessa leið:
Sælir strákar og stelpur.
Ég hef tvær spurningar handa ykkur:
1 spurning, eruð þið brjáluð?!?! 2 spurning, má ég koma með?
Hægt er að fylgjast með okkur á vefslóðinni www.5tindar.is og munum við uppfæra vefsíðuna reglulega svo endilega fylgist með okkur.
Leibbi Leifs 5tindafari
Um bloggið
5tindar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.